Á endalaust að níðast á fólki

Ég er brjáluð, ætlar helvítis ríkið endalaust að níðast á okkur. Byrjun þessa árs fóru vörubílstjórar að mótmæla bensínhækkun og báðu ríkið að lækka sig.

En nei þeir gerðu það ekki, það hefði verið svo erfitt. 

Svo núna þar sem bensínið er loksins farið að lækka og maður á nokkrar krónur í vasanum þá ætla þær að hækka bensínið um heil 12,5% og biðreiðaskatta.  Helv..... fíflin. 

Er ekki nóg að landið sé farið á hausinn  að þeir ætli líka að setja okkur. Það er nógu erfitt fyrir fólk að halda bílunum sínum og borga af þeim 2 faldar greiðslur hvað þá að þeir hækki bensínið og skattinn þegar maður var loksins farin að sjá til sólar. 

Svo ætla þeir líka að hækka skatta og áfengi og tóbak um 12,5 %. Meiri fíflin, það munu margir eiga erfitt og þeir sem eiga við drykkjuvandamál að etja hætta ekki, lífið hjá þeim verður bara verra. 

Þessi stjórn er greinilega að reyna að ná í allar krónurnar mínar sem eru í mínum vasa, áður en hún hættir. 

Ég svo sannarlega vona að það komi ný stjórn. Landið er búið að vera stjórnlaust og þau gera lítið gang nema að setja litla manninn á hausinn. 

Ég er engan veginn sátt við þessa stjórn og hvað þá að ég og mínir afkomendur þurfi að borga fyrir mistök fárra ríkra manna sem höfðu landið í höndum sér. Og svo sleppa ríkukarlarnir og þeirra skuldir eru settar á 0 meðan að mínar 2 faldast. 

Hvers konar þjóðfélagi búum við í ?????????'''

Burt með Davíð og hættið að níðast á okkur........

 


mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Bara að benda á að samkvæmt fréttum þarna þá gæti álagningin á bjór hækkað um hvorki meira né minna en 39%, ekki 12.5%.

Ég er kominn með nóg af þessu, virkilega farinn að spá í að flytjast erlendis.

Hjalti (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Auður Eyberg Helgadóttir

Það liggur við að það sé betri kostur að flytja bara út. Ég sá það ekki með bjórinn eru þeir algjörlega búnir að tapa sér.....

Auður Eyberg Helgadóttir, 11.12.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Burt með d listann

Alexander Kristófer Gústafsson, 11.12.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband